Íslandsstofa boðar til ráðstefnu um útflutnings- og markaðsmál í samstarfi við Þróunarfélag Snæfellinga og Markaðsstofu Vesturlands. Ráðstefnan er öllum opin og verður haldin föstudaginn 15. mars kl. 10-14 í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.

D A G S K R Á

Kynning á starfsemi Íslandsstofu
Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar Íslandsstofu

Kynning á Markaðsstofu Vesturlands – ferðaþjónusta
Rósa Björk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri

Er mögulegt að efla atvinnulífið með því að mynda klasa á Snæfellsnesi?
Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri GEKON

Eiga sjávarútvegsfyrirtæki á Snæfellsnesi að aðgreina sig á markaði?
Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá fiskverkuninni Valafelli í Ólafsvík

Ferðaþjónusta á Snæfellsnesi allt árið
Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri

Aukin verðmætasköpun sem hluti markaðssetningar
Haraldur Hallgrímsson sviðsstjóri nýsköpunar- og neytendasviðs Matís

Hvað þarf að gera til þess að fá erlenda fjárfesta á svæðið?
Kristinn Hafliðason, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu á sviði erlendrar fjárfestingar

Kynning á bæklingi um framtíðarsýn og stefnumótun Snæfellinga
Sturla Böðvarsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga

Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000

Nánari upplýsingar veita Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar Íslandsstofu, hermann@islandsstofa.is og Sturla Böðvarsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga, sturla@sturla.is

Posted in: Fréttir     (0 comments)

Deila