Það sem af er starfstíma Þróunarfélags Snæfellinga hefur stjórn þess lagt áherslu á nokkur verkefni sem sett eru í forgang. Þau eru valin í ljósi þeirrar vinnu sem unnin var við undirbúning að stofnun félagsins og í kjölfar þess að efnt var til vinnufunda þar sem sviðsmyndir voru settar upp. Að þessari vinnu við sviðsmyndirnar komu um 50 þátttakendur.