Vinir Snæfellsjökuls

Vinir Snæfellsjökuls Hollvinasamtök– Hollvinasamtök Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

Tilgangur félagsins er að afla fjár til að styðja við rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul með það að markmiði að auka þekkingu almennings og stuðla að því að sem flestir geti notið náttúru Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og þeirra svæða sem tengist þjóðgarðinum. Að stuðla að uppbyggingu Þjóðgarðsins í samráði við stjórnendur Þjóðgarðsins og með samstarfi við hagsmunaaðila, innlenda og erlenda. Að efla fræðslu og rannsóknir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökull og næsta umhverfi hans. Að styrkja verkefni sem stuðla að samspili Þjóðgarðsins Snæfellsjökull og samfélagsins. Að beita áhrifum sínum til að efla samkennd um mikilvægi Þjóðgarðsins Snæfellsjökull fyrir nærliggjandi byggðir og alla landsmenn.  Að efla skilning umheimsins á mikilvægi Þjóðgarðsins Snæfellsjökull og einstakri náttúru hans á heimsvísu.

Viltu gerast félagi í Hollvinasamtökum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls – Vinir Snæfellsjökuls?

Fylltu út skráningarformið hér að neðan með nafni, netfangi, kennitölu og heimilisfangi:

Takk fyrir skráninguna! Pósturinn hefur verið sendur á félagið.