Framtíðarsýn og stefnumótun Snæfellinga

Það sem af er starfstíma Þróunarfélags Snæfellinga hefur stjórn þess lagt áherslu á nokkur verkefni sem sett eru í forgang. Þau eru valin í ljósi þeirrar vinnu sem unnin var við undirbúning að stofnun félagsins og í kjölfar þess að efnt var til vinnufunda þar sem sviðsmyndir voru settar upp. Að þessari vinnu við sviðsmyndirnar komu um 50 þátttakendur.

► meira

Sviðsmyndir

Sviðsmyndaaðferðin byggist á því að finna mikilvægustu óvissuþættina í starfs- eða rekstrarumhverfi skipulags-einingar. Það á við um atvinnufyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, landshluta eða heilar  atvinnugreinar. Við sviðsmyndagerðina er metið hvernig framtíðin gæti litið út, ef nokkrir þessara þáttaþróast samtímis mjög langt í mismunandi áttir.

► meira

NPP_logo_EU_flag2