Föstudaginn 30. mars efndu Samtök atvinnulífsins og Þróunarfélag Snæfellinga í samstarfi við Atvinnuráðgjöf Vesturlands til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi um möguleika í atvinnumálum á Snæfellsnesi. Gögn frá ráðstefnunni eru aðgengileg á vef SA en þar var m.a. fjallað um sjávarklasann og vaxtarmöguleika í sjávarútvegi á Snæfellsnesi, nýsköpun í vinnslu sjávarfangs og samstarf vinnslustöðva og rannsóknarstofnana, orkunýtingu til atvinnuuppbyggingar,ferðaþjónustu og afþreyingu allt árið.

Frummælendur voru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, Sjöfn Sigurgísladóttir einn stofnenda Íslenskrar matorku, Sveinn Margeirsson forstjóri Matís, Ingólfur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Rósa Guðmundsdóttir hjá G. Run hf. og Friðrik Pálsson hótelhaldari á Hótel Rangá.

Að loknum framsöguerindum var fjallað um uppbyggingu atvinnulífs á Snæfellsnesi í vinnuhópum sem Björg Ágústsdóttir ráðgjafi hjá Alta stýrði. Ráðstefnan var vel sótt og heppnaðist dæmalaust vel.

Glærur frummælenda má nálgast hér að neðan:

Posted in: Fréttir     (0 comments)

Deila